Þrjár uppaldar skrifa undir 2ja ára samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur endurnýjað samninga sína við þrjá uppalda leikmenn í kvennaliði félagsins. Þetta eru þær Arna Sif Elíasdóttir, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir og Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir. Þær skrifa allar undir samning við félagið út tímabilið 2023/2024. Arna Sif er 21 árs gömul og stóð sig vel í vetur. Hún leikur stöðu miðherja og er mjög öflugur liðsmaður sem …

Danielle Rodriguez semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild kvenna á næstu leiktíð. Danielle er bakvörður og þekkt nafn í íslenskum körfubolta. Hún lék með Stjörnunni frá 2016 til 2019 en skipti yfir í KR tímabilið 2019-2020. Danielle hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá San …

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram þann 11. mars næstkomandi í Gjánni, samkomusal. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og verður mikið stuð fram eftir kvöldi. Dagskrá Konukvölds 2022: – Fordrykkur – Matur frá Grillvagninum – Halli Meló skemmtir – Happadrætti – Tískusýning frá Palóma – DJ (Bumblebee Brothers) Miðasala fer fram hjá Lindu í Palóma og hefst föstudaginn 4. mars. …

Sverrir Þór stýrir Grindavík út leiktíðina

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur og mun hann stýra liðinu út tímabilið. Jóhann Þór Ólafsson verður áfram aðstoðarþjálfari liðins og mun vinna náið með Sverri út tímabilið. Þetta er í annað sinn sem Sverrir Þór stýrir liði Grindavíkur en hann gerði liðið að Íslandsmeisturunum tímabilið 2012-2013 og bikarmeisturunum árið 2014. Sverrir Þór þjálfaði einnig kvennalið Grindavíkur …

Daníel Guðni lætur af störfum sem þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Daníel Guðna Guðmundsson og hefur hann látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Subwaydeild karla. Karlalið Grindavíkur er í 6. sæti deildarinnar að loknum 17 umferðum. Jóhann Þór Ólafsson mun stýra æfingum hjá Grindavík næstu daga þar til að ákveðið verður hver muni stýra liðinu út leiktíðina. „Þetta var …

Bingó Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jæja kæru stuðningsmenn.. Við höfum verið að plana heima bingó síðustu daga og höfum við safnað vinningum yfir 500.000 kr-. Það benti ekkert til þess að öllu yrði aflétt 2.feb en fljótt var það að breytast en við ætlum áfram að halda okkur við það við streymum þessu til ykkar heima og þið spilið í gegnum símann. Það kostar 2.000 …

Javier Valeiras til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við spænska framherjann Javier Valeiras og mun hann leika með liðinu út leiktíðina í Subwaydeild karla. Javier er 23 ára gamall og er 203 cm á hæð. Hann útskrifaðist úr Gannon Nights háskólanum á síðasta ári en hefur einnig leikið fyrir ungmennalið Badajoz í EBA-deildinni á Spáni. „Javi er stekur framherji sem er að taka sín fyrstu …

Ólöf Helga valin þjálfari ársins

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Ólöf Helga Pálsdóttir er þjálfari ársins 2021 í Grindavík. Valið var kunngert núna um áramótin. Ólöf Helga er vel að þessari útnefningu komin en hún stýrði ungu og reynslulitlu liði mfl. kvenna í körfubolta til sigurs í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sl. sumar. Liðið, sem bjó yfir frábærri liðsheild, bætti sig mikið á tímabilinu undir hennar stjórn. Liðið endaði í …

„Aukum jákvæðni innan okkar vébanda“

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Yngvi Páll Gunnlaugsson tók við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur núna í sumar. Óhætt er að segja að Yngvi kom vel inn í starfið hér í Grindavík en hann hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur þjálfað nokkur félög í meistaraflokki. Hann kemur því með drjúga reynslu inn í þetta starf hér í Grindavík. Við fengum Yngva til …

Hekla Eik og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur 2021

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, Píla, UMFG

Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021. Ungmennafélag Grindavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu! Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021 Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í …