Bláa Lónið styður við UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, UMFG

Núna á aðventunni veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjunum styrki sem er ætlað að styðja við uppbyggingu barna- og unglingastarfs á svæðinu. Andvirði styrkjanna er rétt um sjö milljónir króna og eru þeir ellefu talsins. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hljóta styrka að þessu sinni frá Bláa Lóninu.

„Það er afar ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að geta nú stutt aftur með öflugum hætti við hið mikilvæga og óeigingjarna íþrótta- og æskulýðsstarf sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar í nærsamfélaginu. Bláa Lónið hefur um margra ára skeið stutt við íþróttastarfið á Suðurnesjunum og við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.“ sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Ungmennafélag Grindavíkur vill koma á framfæri þakklæti til Bláa Lónsins um að styrkja við íþróttastarfið hér í Grindavík. Fjármunirnir koma sér vel og munu nýtast í að halda áfram uppbyggingu á öflugu íþróttastarfi.

Íþróttafélögin á Suðurnesjum sem hlutu styrk að þessu sinni.

Fjóla Sigurðardóttir undirritaði samning fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.