Alexandra Eva skiptir yfir í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

 Bakvörðurinn Alexandra Eva Sverrisdóttir hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu út leiktíðina. Alexandra skiptir yfir í Grindavík frá Stjörnunni þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Þar var hún með 15,9 stig í leik í 1. deild kvenna.

Alexandra, sem er tvítug að aldri, ólst upp hjá Njarðvík en hefur einnig leikið með KR á ferli sínum.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur fagnar því að fá Alexöndru í sínar raðir og hlökkum við til að sjá hana á parketinu í HS Orku Höllinni eftir áramót.
Áfram Grindavík!