Grindavík hefur fengið liðsauka fyrir komandi tímabil í Subwaydeild kvenna í körfuknattleik því sænski leikmaðurinn Amanda Okodugha mun leika með félaginu næsta vetur. Amanda kemur frá Svíþjóð og leikur stöðu miðherja. Amanda er 27 ára gömul og er 188 cm á hæð. Hún lék með Visby í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er því að koma úr mjög sterkri …
Pure Sweat kemur til Grindavíkur í ágúst
Pure Sweat þjálfarinn James Purchin er á leiðinni til Íslands til þess að halda tvennar körfuboltabúðir í Grindavík nú í ágúst. Þann 8.-11. ágúst verður að skora yfirskrift búðanna, en 15.-18. ágúst leikskilningur. Farið er yfir ólíka þætti leiksins á vídjói í byrjun dags áður en það er fært sig yfir á vellina. Búðirnar eru fyrir alla fædda 2010 og …
Fjórir leikmenn skrifa undir samning við Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur skrifað undir nýjan samning við þá Ólaf Ólafsson, Kristófer Breka Gylfason og Hinrik Bergsson. Jafnframt snýr Bragi Guðmundsson aftur heim frá Haukum og mun leika með Grindavík á næsta tímabili. Ólafur Ólafsson gerir nýjan 2ja ára samning við Grindavík en hann hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu í rúmlega áratug. Eru það frábærar fréttir að Ólafur verði áfram …
Lokahóf yngri flokka hjá KKD Grindavíkur
Lokahóf yngri flokka frá 5. bekk og eldri var haldið í Gjánni þriðjudaginn 7. júní sl. Um er að ræða uppskeruhátíð í starfi yngri flokka deildarinnar og var hófið afar vel sótt. Eftirfarandi verðlaun voru veitt að þessu sinni: Minnibolti 10 ára stúlkur Dugnaðarforkur – Heiðdís Sigurðardóttir Framfarir – Rebecca Ann Ramsey og Lilja Gunnarsdóttir Minnibolti 10 ára drengir Framfarir …
Jóhann Þór tekur á ný við Grindavík
Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Grindavíkur í Subwaydeild karla og mun hann stýra félaginu á næstu leiktíð. Jóhann Þór stýrði liði Grindavíkur á árunum 2015 til 2019 og fór liðið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 2017 undir hans stjórn. Jóhann Þór var aðstoðarþjálfari hjá Grindavík í vetur og er öllum hnútum kunnugur í starfi félagsins. Hann …
Sumaræfingar hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur auglýsir sumaræfingar hjá iðkendum í 5. – 10. bekk í júní. Sumaræfingar hefjast þann 1. júní næstkomandi. Æfingarnar verða tækniæfingar og styrktarþjálfun. Jóhann Árni Ólafsson mun stýra sumaræfingunum í júní. Æfingarnar verða á eftirfarandi tímum í júní: Þriðjudaga kl. 16:15 – 17:15 Miðvikudaga kl 16:15 – 17:15 Fimmtudaga kl 16:15 – 17:15 Æft verður í íþróttahúsinu. Allir iðkendur …
Starfsauglýsing: Staða yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling. Mikilvægt er að umsækjandinn hafi reynslu af körfuknattleiksþjálfun og sé með góða hæfni í mannlegum samkiptum. Um hlutastarf er að ræða. Helstu verkefni: – Umsjón með faglegu barna- og unglingastarfi. – Ráðning og samskipti við þjálfara. – Stuðningur við þjálfara. – Samskipti við …
Hekla Eik framlengir við Grindavík
Hekla Eik Nökkvadóttir hefur gert nýjan samning við Grindavík út næsta keppnistímabil. Hekla Eik er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og eru það frábærar fréttir fyrir Grindavík að hún verði áfram með félaginu á komandi tímabili. Hekla er 18 ára bakvörður sem var með 7,1 stig að meðaltali í Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð. Hekla hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin …
Systurnar endurnýja samninga við Grindavík
Systurnar Jenný Geirdal og Edda Geirdal Kjartansdætur hafa skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2023/2024. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Jenný Geirdal er fædd árið 2002 og leikur stöðu framherja. Hún var með 5,1 stig að meðaltali í Subway-deildinni í vetur og var valin besti varnarmaður liðsins á lokahófi deildarinnar í apríl. …
Hulda Björk skrifar undir nýjan samning
Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leik áfram með liðinu út næstu tvö keppnistímabil. Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur á tímabilinu. Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að …