Pure Sweat kemur til Grindavíkur í ágúst

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Pure Sweat þjálfarinn James Purchin er á leiðinni til Íslands til þess að halda tvennar körfuboltabúðir í Grindavík nú í ágúst. Þann 8.-11. ágúst verður að skora yfirskrift búðanna, en 15.-18. ágúst leikskilningur. Farið er yfir ólíka þætti leiksins á vídjói í byrjun dags áður en það er fært sig yfir á vellina.

Búðirnar eru fyrir alla fædda 2010 og síðar, en búðunum verður skipt upp eftir aldri. Hér fyrir neðan má sjá allar frekari upplýsingar um búðirnar og hlekk til þess að skrá sig.

James til halds og trausts á námskeiðinu verður leikmaðurinn/þjálfarinn Danielle Rodriguez og eru búðirnar styrktar af ANSA athletics.

Hérna er hægt að skrá sig

Hérna má lesa meira um Pure Sweat

[was-this-helpful]
Ungmennafélag Grindavíkur , kt. 420284-0129
Austurvegur 1-3, 240 Grindavík
S. 426 7775
umfg(hja)umfg.is
X
X