Guðmundur og Stefanía taka við yfirþjálfun á ný

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni

Ekki þarf að kynna körfuboltaáhugafólki í Grindavík fyrir Guðmundi og Stefaníu sem hafa um árabil verið hlut af körfuboltasamfélaginu í Grindavík bæði sem leikmenn og þjálfarar. Þau hafa mikla reynslu og þekkingu á körfuknattleik sem mun nýtast deildinni við að gera gott starf enn betra.

Þau eru ekki alls ókunnug yfirþjálfarastarfinu þar sem þau sinntu því starfi tímabilið 20-21 og var almenn ánægja með starf þeirra það tímabil.

Unglingaráð býður þau velkomin aftur til starfa og hlakkar til ánægjulegs samstarfs.