Fjórir leikmenn skrifa undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur skrifað undir nýjan samning við þá Ólaf Ólafsson, Kristófer Breka Gylfason og Hinrik Bergsson. Jafnframt snýr Bragi Guðmundsson aftur heim frá Haukum og mun leika með Grindavík á næsta tímabili.

Ólafur Ólafsson gerir nýjan 2ja ára samning við Grindavík en hann hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu í rúmlega áratug. Eru það frábærar fréttir að Ólafur verði áfram í herbúðum félagsins enda sannur Grindavíkingur með hjartað á hárréttum stað.

Kristófer Breki semur til næstu tveggja ára en hann hefur verið í vaxandi hlutverki hjá félaginu á undanförnum árum. Breki er frábær varnarmaður ásamt því að vera mjög öflug þriggja stiga skytta.

Hinrik Bergsson gerir tveggja ára samning við Grindavík en hann ungur og mjög efnilegur leikmaður hjá félaginu sem á bjarta framtíð fyrir höndum.

Bragi Guðmundsson skrifar undir eins árs samning við Grindavík og er það sérstaklega ánægjulegt að endurheimta þennan unga og hæfileika Grindavíking frá Haukum þar sem hann lék í 1. Deildinni á síðustu leiktíð.

„Við erum í skýjunum með að semja við okkar grindvísku leikmenn sem munu mynda frábæran kjarna á komandi tímabili. Það eru mjög spennandi tímar framundan í körfunni í Grindavík og við munum leggja mikið á okkur við að mynda spennandi lið hjá báðum kynjum fyrir næsta tímabil, sem verður það fyrsta á nýjum heimavelli,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Áfram Grindavík!
💛💙