Starfsauglýsing: Staða yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling. Mikilvægt er að umsækjandinn hafi reynslu af körfuknattleiksþjálfun og sé með góða hæfni í mannlegum samkiptum. Um hlutastarf er að ræða.

Helstu verkefni:
– Umsjón með faglegu barna- og unglingastarfi.
– Ráðning og samskipti við þjálfara.
– Stuðningur við þjálfara.
– Samskipti við KKÍ.
– Aðstoða við fjölliðamót.

Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á karfa.unglingarad@umfg.is. Umsóknarfrestur er til 10. júní.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Ýr Skúladóttir formaður unglingaráðs í síma 699-8475.