Hekla Eik framlengir við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hekla Eik Nökkvadóttir hefur gert nýjan samning við Grindavík út næsta keppnistímabil. Hekla Eik er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og eru það frábærar fréttir fyrir Grindavík að hún verði áfram með félaginu á komandi tímabili.

Hekla er 18 ára bakvörður sem var með 7,1 stig að meðaltali í Subwaydeild kvenna á síðustu leiktíð. Hekla hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö ár þrátt fyrir ungan aldur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur lýsir yfir mikilli ánægju með hafa gert nýjan samning við Heklu Eik og hlökkum við til að sjá hana á parketinu í HS Orku Höllinni næsta vetur.