1. bekkur fékk körfubolta að gjöf

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Krakkarnir í 1. bekk í Grunnskóla Grindavíkur fengu góða heimsókn í vikunni þegar leikmenn meistaraflokka Grindavíkur komu færandi hendi. Undanfarin ár hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar gefið öllum nemendum í 1.bekk körfubolta að gjöf. Þau Ólafur Ólafsson, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Ivar Aurrecoechea og Edyta Falenczyk mættu í Hópsskóla á föstudaginn og afhentu boltana. Heldur betur skemmtilegt og krakkarnir tóku brosandi á …

EC Matthews til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hafa samið við bandaríska bakvörðinn EC Matthews og mun hann leika með félaginu það sem eftir lifir leiktíðar. Matthews er 26 ára og lék síðast með Oliveirense í portúgölsku deildinni á tímabilinu 2020-2021. Þar var hann með tæp 16 stig að meðaltali í leik í þessari sterku deild. Matthews er 196 cm á hæð og lék með Rhode Island …

Travis Atson til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Travis Atson og mun hann leika með félaginu í vetur. Travis mætti til landsins um helgina og hefur tekið þátt í tveimur æfingum og staðið sig vel. Atson er 24 ára gamall og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Hann lék með St. Francis háskólanum síðasta vetur og var með tæp 15 stig að meðaltali …

Ársmiðasala hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sala á árskortum hjá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er farin af stað inn í appinu Stubbi. Þar er hægt að kaupa ársmiða á alla heimaleiki Grindavíkur í Subwaydeild karla og kvenna. Tímabilið byrjar á morgun með leik Grindavíkur og Vals í Subway deild kvenna. Karlalið Grindavíkur mætir svo Þór Akureyri í HS Orku höllinni á föstudag. www.stubbur.app Árskortið í vetur kostar 30.000 …

Naor Sharon semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir tímabilið í Úrvalsdeild karla í körfubolta. Liðið hefur samið leikstjórnandann Naor Sharon Sharabani. Naor er 26 ára gamall og kemur frá Ísrael. Hann er jafnframt með franskt vegabréf. Naor er ekki ókunnur íslenskum körfubolta því hann lék með Valsmönnum tímabilið 2019/2020. Hann lék með Valsmönnum seinni hlutann af tímabilinu og var með 13,8 stig að …

Dagur Kár semur við spænskt félagslið

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í vetur í Úrvalsdeild karla. Dagur hefur samið við spænska félagið Club Ourense Baloncesto og mun leika með þeim í vetur. „Þetta er virkilega spennandi tækifæri sem ég get ekki sleppt á þessum tímapunkti á ferli mínum,“ segir Dagur Kár Jónsson. „Ég vil þakka Grindvíkingum fyrir síðustu ár þar sem mér hefur …

Bryndís ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir árssamning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og verður aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna sem leikur í efstu deild í vetur. Bryndís er reynslumikill og góður þjálfari sem verður Þorleifi Ólafssyni til halds og traust í vetur. Bryndís kom inn í þjálfarateymið í lok síðasta tímabils en Grindavík tryggði sér sæti í efstu deild eftir frábært úrslitaeinvígi gegn Njarðvík. …

Hulda Björk skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hulda Björk Ólasdóttir hefur gert nýjan eins árs samning við Grindavík og mun leika með félaginu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á komandi tímabili. Hulda er 18 ára gömul og var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í efstu deild kvenna á síðasta tímabili. Hulda var með 15,1 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og tók …

Ivan skrifar undir hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við spænska framherjann Ivan Aurrecoechea um að leika með félaginu í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili. Ivan er 25 ára gamall Spánverji og er 203 cm á hæð. Ivan lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Hann var með 19,2 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni og tók 11,1 …

Robbi Ryan til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hefur samið við bakvörðin Robbi Ryan og mun hún leika með félaginu í Úrvalsdeild kvenna í körfubolta í vetur. Ryan er 24 ára gömul og lék með Arizona State háskólanum. Á ferli sínum hjá Arizona State lék hún 131 leik og er sérstaklega öflug fyrir utan þriggja stiga línuna. Á lokatímabili sínu með Arizona State var hún með 10,6 …