8. flokkur Íslandsmeistari í körfubolta

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

8. flokkur drengja Grindavíkur varð um helgina Íslandsmeistari í körfubolta eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í Röstinni í Grindavík. Þetta er annað árið í röð sem þessir drengir hampa titlinum undir stjórn hjónanna Guðmundar Bragasonar og Stefaníu S. Jónsdóttur. Grindavíkurstrákarnir léku gríðarlega vel í mótinu og unnu alla fjóra leiki sína sannfærandi. Þeir skelltu KR …

Ármann á móti Keflavík!!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Ég vaknaði með ansi hressilegan hiksta í nótt og fattaði þá að ég hefði átt að minnast á frammistöðu Ármanns Vilbergssonar í leiknum í gær á móti Keflavík.  Ármann hefur verið ósáttur við þetta skrifleysi mitt um hans frammistöðu og blótað mér í sand og ösku og því fékk ég þennan líka hikstann…. Nei, að öllu gamni slepptu þá ert …

Mikilvæg lokaumferð

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í kvöld verður lokaumferð Iceland Express deildar karla leikin og mæta okkar menn nágrönnum okkar úr Keflavík og fer leikurinn fram í Reykjanesbæ.   Aðrir leikir eru KR – Snæfell, Njarðvík – Tindastóll, Fjölnir – ÍR, Hamar – Stjarnan Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina er svona: # Lið Stig 1 Snæfell  17/4  34  2 Grindavík  15/6  30  3 KR 15/6 30 …

Deildarkeppninni lokið.

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Deildarkeppni Iceland Express lauk í kvöld og máttum við Grindvíkingar þola tap á móti nágrönnum okkar úr Keflavík, 86-71.  Leikurinn virðist hafa klárast í fyrri hálfleik en eftir hann munaði 20 stigum, 50-30!  Við réttum aðeins úr kútnum í síðari hálfleik en ógnuðum aldrei sigri Keflvíkinga.  Sem fyrr þá var ég ekki á leiknum og get því ekki tjáð mig …

Fyrir puplicum……

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Leikmenn Grindavíkur voru greinilega að hugsa um fólkið sem mætti á leikinn í kvöld því eftir að hafa verið 15 stigum yfir eftir 3 leikhluta, þá settum við leikinn í háspennu og þurfti vítaskot frá Óla troð á lokasekúndunum til að tryggja sigurinn!!  Að öllu gamni slepptu þá gengur þetta ekki upp hjá okkar mönnum að missa svona niður einbeitinguna …

Hörð barátta

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Næstsíðasta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með 3 leikjum.  Snæfell – Hamar, ÍR – KR og KFÍ – Njarðvík.  Á morgun stígum við svo inn á sviðið er við mætum Fjölni á heimavelli en þá mætast líka Tindastóll – Keflavík og Stjarnan – Haukar.  Það voru Stjörnumenn og Fjölnir sem gerðu lítið úr spádómsgáfu minni í síðustu …

Frábært!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Sá kastanínubrúnhærði á eflaust eftir að koma með sinn pistil um þennan frábæra sigur en ég verð vant viðlátinn fram í byrjun apríl við gjaldeyrissöfnun á ballarhafinu og á því verðið þið lesendur góðir að taka mið, við lestur pistla minna. Úr fjarska lítur út fyrir frábæran leik okkar manna en þetta var fyrsta tap KR á heimavelli í vetur …

Upplýsingar fyrir Nettómót

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hérna eru nokkrar Gagnlegar upplýsingar um Mótið.   Hér er Heimasíða mótsins Upplýsingar um lið Leikjaniðurröðun Vona að þetta einfaldi leitina af uppýsingum  

Staðan og spádómar….

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Eins og ég nefndi í síðasta pistli mínum þá eru álíka miklar líkur á að spá rétt fyrir um lokastöðu  Iceland Express deildarinnar eins og að fá 5 rétta í lottóinu…  Það er deginum ljósara að ansi margt á eftir að gerast á lokasprettinum en öllum finnst gaman að spá og spekúlera, alla vega mér… Umferðin sem byrjar í kvöld …

Flottur sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Næst síðasta umferð Iceland Express deildar kvenna fór fram í kvöld og þar mættust Snæfell og Grindavík í Stykkishólmi Byrjunarlið leiksins: Snæfell: Björg, Berglind, Hildur, Monique, Laura. Grindavík: Berglind, Helga, Harpa, Agnija, Janese.   Laura Audere byrjaði af krafti með fyrstu 5 stig leiksins og 3 fráköst. Snæfell komst svo í 7-0 áður en Janese Banks setti þrist fyrir Grindavík. …