2-0!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvíkingar héldu í heimsókn í Gravavoginn í kvöld, þar sem þeir mættu Fjölnir, leikurinn var raunverulega aldrei skemmtilegur þar sem Grindavíkustrákarnir tóku öll völd á vellinu frá fyrstu mínútu!

 

Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr eftir kvöldið, fyrst skal nefna hvað stigaskorið dreifðist vel, en sex leikmenn voru með yfir tíu stig í kvöld og þar á eftir komu tveir leikmenn með 8 stig.

Bullock nýji erlendi leikmaður liðsins virðist vera hörku spilari ef að hann sé dæmdur af þessum eina leik, en hann náði ekki að æfa einu sinni með liðinu fyrir þennan leik.

Næst skal nefna áhorfendur Grindavíkur en fjölmargir Grindvíkingar lögðu leið sína í Dalhús í kvöld! Það hefði svo sem mátt heyrast betur í okkur, en leikmenn voru á hálfum hraða þá gerist það óhjákvæmilega líka hjá stuðningsmönnum.

Leikurinn var í raun búin í hálfleik, en strákarnir stóðu sig vel, núna er það bara að halda áfram og gera sig tilbúna fyrir næsta leik, en næsti leikur er gegn ÍR sem hafa unnið einn leik í vetur en töpuðu svo í kvöld fyrir nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn.

Tímabilið byrjar vel, liðið virðist vera að smella saman, þótt en eigi Helgi jónas eftir að fínpússa sitthvað. Það er greinilega mikill hugur í mönnum og það er hreint út sagt æðislegt að sjá fjöldann af Grindvíkingum á fyrstu tveimur leikjunum okkar, ég hvet fólk til að mæta næstkomandi fimmtudag í Röstina því skemmtilegra og betra lið höfum við sjaldan verið með.