J´Nathan Bullock

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið annan Bandaríkjamann fyrir átök vetrarins, kraftframherjann J´Nathan Bullock.

Áður hafði leikstjórnandinn Giordan Watson verið ráðinn og kom hann til landsins í lok september. Beðið er eftir að dvalar- og atvinnuleyfi verði klárt fyrir Bullock en pappírarnir eru komnir til landsins og ætti kappinn að geta komið til landsins í næstu viku.

Eins og áður sagði er J´nath eins og hann kýs að kalla sig, kraftframherji og er á heimasíðu háskólans sem hann spilaði fyrir, Cleveland state, sagður vera 6,5 og 240 pund. Í hinum ýmsum umfjöllunum um hann er hann reyndar sagður vera nær því að vera 6,3 en á íslensku skulum við segja að hann sé rúmir 190 cm og rúm 100 kg…..

J´nath var stjarna í high school, bæði í amerískum fótbolta og körfubolta og hann valdi að fara á styrk í körfubolta í Cleveland State. Þar var hann stigahæstur síðustu 3 árin og var á lokaári sínu með 15 stig og 7 fráköst.
Eftir að skólagöngu lauk, bauðst honum að fara til reynslu hjá ameríska fótboltaliðinu New York Jets og það segir kannski allt sem segja þarf um hversu mikill íþróttamaður J´Nath er. Hann komst reyndar ekki á samning og tók því aftur upp þráðinn í körfuboltanum og lék sem atvinnumaður í Ástralíu 2009-2010 og svo í Belgíu á síðasta tímabili.
Þess má geta að Grindavík reyndi að fá J´nath fyrir 2 árum en þá bauðst honum mun meiri peningur í Ástralíu. NBA verkfallið sem vofir yfir, hjálpar liðum í minni deildum því allt í einu eru menn falir sem voru það ekki því NBA leikmenn hrannast inn í Evrópu og ýta leikmönnum sem eiga heima í sterkum deildum, neðar í goggunarröðina…
Þetta verður vonandi síðasta ráðning tímabilsins á erlendum leikmönnum en allir muna eftir útlendingavesinu frá því í fyrra!

Það styttist í að alvaran hefjist en Grindavík spilar við KR á sunnudaginn um titilinn meistarar meistaranna og fer leikurinn fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst kl. 19:15. Íslandsmótið hefst svo á fimmtudag og byrjum við á stórleik á heimavelli, á móti erkifjendunum úr Keflavík. Meira um það síðar.
Áfram Grindavík!