Upphitunarmyndband

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Egill Birgisson hefur klippt saman myndband sem ætti að kveikja í mönnum fyrir leikinn í dag.  

Stóri dagurinn nálgast

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Mikil spenna er komin í körfuboltaáhugafólk en eins og allir vita verður leikið til úrslita í Powerade-bikarnum á laugardag.   Eflaust mæta KR-inga kokhraustir til leiks en fyrirliði þeirra, Fannar Ólafsson lofaði 2 stórum titlum á þessu tímabili og þar sem Powerade-bikarinn flokkast undir stóran titil þá er ljóst að Fannar er fyrirfram búinn að vinna þennan leik á móti …

Upphitun fyrir bikarleikinn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Nú eru aðeins þrír dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og KR í Laugardalshöllinni.   Glæsileg upphitun verður fyrir leikinn sem hefst á föstudagskvöldið með Pub quiz-spurningakeppni í Framsóknarhúsinu að Víkurbraut. Á laugardaginn ver þétt dagskrá fyrir úrslitaleikinn en Grindavík hefur leigt Þróttaraheimilið í Laugardalnum þar sem hitað verður upp. Um kvöldið verður svo ball með Geimförunum á Salthúsinu, sama hvernig leikurinn …

Dapurt

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Hvað skal segja eftir þennan leik í kvöld?     Verulega dapurt á báðum endum vallarins og það er nokkuð ljóst að ef við girðum okkur ekki almennilega í brók fyrir úrslitaleikinn á laugardag að þú mun þetta verða röndóttur dagur! Sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung nánast allan leikinn og á meðan vörnin er ekki þeim mun sterkari þá getur útkoman …

Fréttir af yngri flokkum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Þá er frábæri helgi lokið þar sem stelpurnar unnu tvo leiki og töpuðu tveim Það voru 14 stelpur sem lögðu af stað á föstudaginn þar sem við stoppuðum á Litlu-Kaffistofunni og fengum okkur súpu og pönnuköku J Þá var haldið í bústað í eigum ömmu og afa Gígju. Stúlkurnar komu sér fyrir um leið og við mætum á svæðið og …

Flottur sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Stelpurnar sigruðu Fjölni 82-51 í Iceland Express deild kvenna í dag. Eins og lokarölur gefa til kynna spiluðu stelpurnar flotta vörn, að fá á sig 51 stig í efstu deild er hrikalega flott.   Stelpurnar byrjuðu strax ákveðnar en Fjölnisstúlkur komu til baka, eftir það börðust stelpurnar eins og ljón. Grindavíkurstelpur leiddu með 12-16 stigum í öðrum og þriðja leikhluta …

Gjafmildir Grindvíkingar!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvíkingar færðu Snæfellingum sigur á silfurfati í kvöld í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Express deild karla.  Eftir hörmulegan fyrri hálfleik, rúlluðu Grindvíkingar yfir Snæfellinga í seinni hálfleik en gleymdu sér á óskiljanlegan hátt á lokamínútunum og Snæfellingar stálu sigrinum! Ég hafði á tilfinningunni í upphafi leiks að Grindavík mynd vinna sannfærandi sigur í leiknum en sú tilfinning breyttist fljótlega …

Grindavík-Snæfell

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

  Bæði karla og kvenna lið Grindavíkur taka á móti Snæfell í þessari viku í Iceland Express deildum liðanna.     Stelpurnar spila í kvöld klukkan 19.15, en strákarnir á fimmtudag auðvitað klukkan 19.15.   Stelpurnar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, þær þurfa virkilega sigur í þessum leik svo að þær haldi sér uppi.   Strákarnir aftur …

Draumaúrslitaleikur í uppsiglingu!!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Eftir dapra síðustu tvo leiki sýndu Grindvíkingar virkilega hvað í þá er spunnið þegar þeir lögðu Hauka í undanúrslitum Powerade-bikarsins, 70-82. Frábær vörn í lokaleikhlutanum skóp þennan sigur en þá skoruðu Haukar einungis 13 stig. Jafnt var á öllum tölum fram í byrjun 4.leikhluta en þá skyldu leiðir. Eflaust spilaði inn í að Haukarnir léku á sínum bestu mönnum allan …

Oft var þörf en nú er nauðsyn!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík leikur á morgun einn mikilvægasta leik sinn á þessu tímabili þegar þeir mæta Haukum á útivelli í undanúrslitum Powerade-bikarsins en það er „stóri“ bikarinn. Eftir frábært gengi í vetur hefur liðið heldur betur hikstað að undanförnu og tapaði m.a. fyrir Haukum á heimavelli fyrir stuttu og það á sannfærandi hátt!  Haukarnir hafa sett kynningarmyndband inn á youtube og eru …