Knattspyrnuskóli Janko & Cober hefst í næstu viku

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir krakka í 7. til 4. flokk hjá strákum og stelpum. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp þriggja vikna námskeið og hefst skólinn mánudaginn 14. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: 7. flokkur …

Belgískur framherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið Laurens Symons að láni og mun hann leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni. Symons kemur frá belgíska félagsliðinu Mechelen og á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Belgíu þar sem hann hefur skorað 3 mörk. Symons er 19 ára gamall og leikur stöðu framherja. Hann var áður á mála hjá Lokeren í Belgíu þar sem …

Oddur Ingi aftur á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Oddur Ingi Bjarnason mun ganga til liðs við Grindavík annað kvöld að láni frá KR. Oddur Ingi  verður í leikmannahópi KR gegn Fylki annað kvöld. Að leiknum loknum mun hann hafa félagaskipti yfir til Grindavíkur og leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Oddur ætti að vera kominn með leikheimild fyrir leik Grindavíkur gegn Þór Akureyri sem fram fer á …

Eldsumbrot þemað í nýjum varabúningum Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnir í samvinnu við Jóa Útherja nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil í Lengjudeildinni. Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum en í tilefni af eldsumbrotunum sem hafa átt sér stað í nálægð við Grindavík var ákveðið að reyna að tengja nýjan búning við náttúruöflin sem eru allt í kringum okkur. Þemað í búningnum er nýstorknað …

Sala á árskortum knattspyrnudeildar hafin

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir leiki sumarsins hjá meistaraflokkum félagsins í Lengjudeildinni. Stuðningsmönnum býðst að kaupa fjórar tegundir af árskortum sem gilda á alla heimaleiki félagsins í deildinni í sumar. Öll kortin eru komin í sölu í miðasöluappinu Stubbi. Þeir sem kaupa árskort í stubbi fá miðanna sjálfkrafa inn í appið. Einnig vera gefin út kort sem …

Walid Abdelali leikur með Grindavík í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur gengið frá samningi við franska miðjumanninn Walid Abdelali og mun hann leika með félaginu í sumar. Walid er 28 ára varnarsinnaður miðjumaður og lék á síðustu leiktíð í 1. deildinni í  Finnlandi. Hann lék þar við góðan orðstír. Walid kemur til með að auka breiddina sem félagið hefur á miðjunni og leikur jafnan sem djúpur miðjumaður. „Við erum …

Forathugun hafin að gervigrasi á Grindavíkurvöll

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna, UMFG

Á dögum var samþykkt í bæjarráði að hefja forathugun á því hvort breyta eigi aðaknattspyrnuvelli Grindavíkur frá náttúrulegu grasi yfir í gervigras. Búið er að stofna starfhóp sem mun vinna forathugun og er stefnt að því að skila skýrslu þess efnis til bæjarráðs Grindavíkur í haust. Fulltrúar knattspyrnudeildar í þessum vinnuhópi verða; Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG, Helgi Bogason, varaformaður …

Kristín leikur á ný með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Kristín Anítudóttir McMillan hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2022. Kristín er 21 árs gömul og er að snúa á ný á knattspyrnuvöllinn eftir nokkurra ára fjarveru vegna meiðsla. Hún hefur alls leikið 46 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skorað í þeim þrjú mörk. Hún lék síðast með félaginu tímabilið 2017. „Það er …

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Samningurinn gildir út leiktíðina 2021 og er Dion nú þegar kominn til landsins. Knattspyrnuáhugamenn ættu margir að þekkja til Dion Acoff sem hefur leikið á Íslandi í nokkur ár. Hann varð meðal annars tvívegis Íslandsmeistari árin 2017 og 2018 með …

Samstarfi Guðmundar Magnússonar og Grindavíkur lýkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur Guðmundur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum. Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu …