Þuríður Ásta til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Þuríður Ásta Guðmundsdóttir er genginn til liðs við Grindavík. Þuríður Ásta er 19 ára gömul og er uppalin hjá Haukum. Um fjölhæfan leikmann er að ræða sem leikur aðallega á kantinum.

Þuríður Ásta lék 7 leiki með Haukum í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og 7 leiki með KÁ sem er venslafélag Hauka.

„Ásta hefur æft með okkur undanfarnar þrjá vikur og spilað tvo æfingaleiki. Hún lék sem kantmaður i þeim leikjum og stóð sig mjög vel. Ásta á klárlega eftir að styrkja okkur hóp á komandi tímabili og væntum við mikils af henni,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Þuríði Ástu velkomna til félagsins og hlökkum við til að sjá hana í Grindavíkurtreyjunni á næstu mánuðum.

Áfram Grindavík!