Marinó Axel skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2024. Marinó er 25 ára gamall og er uppalinn leikmaður hjá Grindavík. Hann hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu.

Marinó leikur stöðu hægri bakvarðar og á að baki 128 leiki með Grindavík í deildar- og bikarkeppni. Hann hefur skorað eitt mark fyrir Grindavík á ferlinum.

„Ég er mjög ánægður með að vera búinn að endurnýja samning minn við Grindavík. Þetta er minn heimaklúbbur og mér líður rosalega vel hjá Grindavík,“ segir Marinó Axel. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi keppnistímabili og finn fyrir miklum metnaði hjá nýrri stjórn. Ég hlakka til að byrja að vinna með nýju þjálfarateymi og trúi því að það sé skemmtilegt tímabil í vændum.“

„Það er frábær tíðindi fyrir okkur að Marinó Axel verði áfram í Grindavík. Hann er frábær bakvörður og mikilvægur liðsmaður. Marinó hefur mikinn metnað og endurspeglar vel þau gildi sem við höldum í heiðri í Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að einn af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.

Áfram Grindavík!
💛💙