Júlía Björk gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Júlía Björk Jóhannesdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2024. Júlía er aðeins 16 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 11 leiki í deild og bikarkeppni. Hún hefur skorað eitt mark fyrir félagið. Júlía er mjög efnilegur varnar- og miðjumaður sem hefur verið í úrtakshópum fyrir yngri landslið Íslands. …

Freyr framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Freyr Jónsson hefur gert nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2024. Freyr er 21 árs miðjumaður sem er uppalinn hjá KA á Akureyri. Hann gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið 2021 og hefur því leikið með félaginu undanfarin tvö tímabil. Freyr hefur leikið 27 leiki í deild og bikarkeppni með Grindavík og skorað eitt mark. Freyr er fjölhæfur leikmaður …

Dagur Austmann í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við hinn fjölhæfa leikmann Dag Austmann Hilmarsson sem gerir samning við Grindavík út tímabilið 2024. Dagur er 25 ára gamall og er honum ætlað að leika stöðu vinstri bakvarðar á komandi tímabili. Dagur kemur til liðs við Grindavík frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil. Hann getur leikið allar stöður í varnarlínunni og …

Helga Rut gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Helga Rut Einarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík út tímabili 2024. Helga Rut er aðeins 15 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið 15 leiki með Grindavík í deild- og bikarkeppni. Helga Rut er gríðarlega efnilegur varnarmaður sem var valin í U15 ára landslið Íslands í ár. Hún lék sinn fyrsta landsleik í ágúst síðastliðnum og …

Óskar Örn á ný í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við Grindavík og skrifar hann undir samning út keppnistímabilið 2023. Óskar Örn kemur til Grindavíkur frá Stjörnunni en þessi frábæri leikmaður á að baki stórkostlegan feril í íslenskri knattspyrnu. Óskar Örn, sem er 38 ára gamall, er að snúa aftur til Grindavíkur þar sem hann lék á árunum 2004 til 2006. Hann skipti …

Marko Vardic gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við slóvenska leikmanninn Marko Vardic og mun hann leika með félaginu í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Marko leikur stöðu miðvarðar en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Marko er 27 ára gamall og lék á síðasta tímabili með slóvenska félaginu NK Triglav. Marko kom á reynslu til Grindavíkur núna í nóvember og heillaði þjálfara og forráðamenn …

Alexander Veigar tekur slaginn með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Alexander Veigar Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2023. Alexander hefur undanfarin tvö tímabil leikið með GG í 4. deildini en þessi frábæri leikmaður ákvað eftir tímabilið 2020 að leggja keppnisskóna með Grindavík á hilluna. Alexander hefur í vetur fengið brennandi áhuga á að leika knattspyrnu á nýjan leik og hefur æft með liði Grindavíkur …

Esther Júlía ver mark Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við Esther Júlíu Gustavsdóttur til næstu tveggja ára og mun hún verða markmaður liðsins á komandi tímabili. Esther er 17 ára gömul og hefur verið viðloðandi yngri landsliðs Íslands. Þarna er á ferðinni mjög efnilegur markmaður sem við í Grindavík höfum mikla trú á. Esther Júlía kemur til liðs við Grindavík frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Esther var …

Katrín Lilja gerir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Katrín Lilja Ármannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og semur hún við félagið út tímabilið 2024. Katrín er tvítug að aldri og leikur stöðu varnarmanns. Katrín Lilja er uppalin hjá félaginu en lék Sindra tímabilið 2021. Hún lék 16 leiki með Grindavík í deild og bikar á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 7. sæti í Lengjudeildinni á …

Sigríður Emma framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Emma er 18 ára gömul og uppalin hjá félaginu. Hún hefur alls leikið 42 leiki með Grindavík á ferlinum og skorað eitt mark. Emma er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hún hefur leikið í fremstu víglínu hjá Grindavík …