Símon Logi skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Símon Logi Thasaphong hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út keppnistímabilið 2024. Símon er 21 árs gamall og leikur stöðu sóknar- og vængmanns. Hann hefur leikið 54 leiki með Grindavík í deild og bikar og skorað í þeim 7 mörk.

Símon Logi er uppalinn hjá félaginu en lék hjá GG á láni tímabilið 2018. Hann lenti í mjög slæmum meiðslum og var frá allt tímabilið 2020 en hefur undanfarin tvö tímabil verið í stærra hlutverki hjá Grindavík.

„Það eru frábærar fréttir fyrir félagið að Símon Logi verði áfram í Gindavík. Hér er hans framtíð og hjarta hans slær fyrir Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Það býr mikið í Símoni Loga og ég er þess fullviss að hann muni halda áfram að bæta sig sem knattspyrnumaður hjá okkur í Grindavík á næstu árum.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að einn af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.

Áfram Grindavík!