Katrín Lilja gerir nýjan samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Katrín Lilja Ármannsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og semur hún við félagið út tímabilið 2024. Katrín er tvítug að aldri og leikur stöðu varnarmanns.

Katrín Lilja er uppalin hjá félaginu en lék Sindra tímabilið 2021. Hún lék 16 leiki með Grindavík í deild og bikar á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 7. sæti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

„Það er mjög ánægjulegt að Katrín Lilja verði áfram hjá okkur í Grindavík. Hún er frábær liðsmaður og hefur bætt sig mikið á síðustu tveimur árum,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að ein af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára. Frekari frétta af leikmannamálum meistaraflokks kvenna er að vænta á næstu dögum.