Sigríður Emma framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Emma er 18 ára gömul og uppalin hjá félaginu. Hún hefur alls leikið 42 leiki með Grindavík á ferlinum og skorað eitt mark.

Emma er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hún hefur leikið í fremstu víglínu hjá Grindavík en einnig í vörn og á miðju. Hún tók þátt í öllum 18 leikjum Grindavíkur á síðustu leiktíð í Lengjudeild kvenna þar sem liðið hafnaði í 7. sæti.

„Ég er virkilega ánægður með að Emma ætli að taka slaginn með okkur áfram. Hún spilaði lykilhlutverk hjá okkur á síðasta tímabili og stóð sig mjög vel. Við væntum mikils af Emmu á komandi tímabili,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að ein af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára. Frekari frétta af leikmannamálum meistaraflokks kvenna er að vænta á næstu dögum.

Áfram Grindavík!
💛💙