Ása Björg framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ása Björg Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2024. Ása er 19 ára gömul og er uppalin hjá félaginu. Hún leikur stöðu hægri bakvarðar eða vængmanns og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 59 leiki í deild og bikar með Grindavík.

„Ása Björg stóð sig afar vel á síðustu leiktíð og tók miklum framförum. Það er frábært fyrir okkur í Grindavík að Ása verði áfram hjá félaginu og bætist þar með í þann hóp lykilleikmanna sem hafa endurnýjað samninga sína við félagið,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Ég er ekki í vafa um að Ása á eftir að halda áfram að bæta sig og verður í stóru hlutverki hjá Grindavík á næstu leiktíð. Það er mikill meðbyr með kvennaknattspyrnunni í Grindavík og við förum mjög spennt inn í nýtt keppnistímabil.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að ein af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.

Áfram Grindavík!