Martin Montipo í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Martin Montipo er genginn til liðs við Grindavík og hefur hann félagaskipti frá Vestra á Ísafirði. Martin er 22 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst margar stöður. Hann er uppalinn hjá Parma á Ítalíu en á fjölskyldu hér á landi og hefur einnig leikið með Kára á Akranesi. Martin æfði með Grindavík í viku og í kjölfarið var ákveðið …

Jada Cobert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við framherjann Jada Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. Jada kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021 „Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar þann 9. mars

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Önnur mál. Athygli er vakin á …

Tómas Orri til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Tómas Orri Róbertsson er genginn til liðs við Grindavík út tímabilið í Lengjudeild karla. Tómas Orri er á 19. aldursári og leikur stöðu miðjumanns. Hann kemur á láni frá Breiðablik. Tómas Orri hefur verið í landsliðsúrtökum hjá U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur leikið nokkra leiki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel. „Það er mjög gott að fá …

Chanté Sandiford í þjálfarateymi Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Chanté Sandiford hefur verið ráðin sem nýr aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Chante Sherese Sandiford er fædd árið 1990 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið hér á landi frá því um 2015 að spila fótbolta og er því vel kunnug bæði íslenskum kvennafótbolta og tungumálinu. Hún á að baki hér á landi 159 KSÍ leiki með liðum eins …

Dagur Traustason á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk í Lengjudeild karla því framherjinn ungi, Dagur Traustason, er kominn til félagsins á láni frá FH. Dagur er fæddur árið 2005 og verður 18 ára síðar á árinu. Hann lék á láni hjá ÍH í 3. deildinni á síðasta tímabili og skoraði þar 6 mörk í 13 leikjum. „Ég er mjög ánægður að vera kominn til …

Júlía Rán gerir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Júlía Rán Bjarnadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík. Júlía Rán er fædd árið 2007 en hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum. Hún leikur sem bakvörður eða vængmaður. „Ég er ánægður með að Júlía Rán sé búinn að skrifa undir við samning við okkur hér í Grindavík,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Júlía hefur unnið sér …

Bjarki Aðalsteinsson í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk því varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2024. Bjarki er 31 árs gamall og leikið alls 215 leiki í deild og bikar á ferli sínum. Bjarki leikur stöðu miðvarðar en hann er 196 cm á hæð. Bjarki hefur leikið með Leikni Reykjavík frá árinu 2017. Hann er uppalinn í Breiðablik …

Arianna Veland semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur styrkt leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna. Arianna Veland er gengin til liðs við félagið og mun hún leika með Grindavík í sumar. Arianna er 24 ára gömul og leikur stöðu miðjumanns. Hún hefur leikið sem atvinnumaður í bæði Svíþjóð og í Þýskalandi. Hún lék einnig í nokkur ár í bandaríska háskólaboltanum með University of Illinois. …

Tvær ungar skrifa undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Tvær ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir sína fyrstu samninga við félagið núna í desember. Þetta eru þær Kolbrún Richardsdóttir og Bríet Rose Raysdóttir. Þær eru báðar fæddar árið 2005 en hafa báðar tekið þátt í nokkrum leikjum fyrir félagið. Bríet er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið stöðu bakvarðar á undirbúningstímabilinu. Kolbrún leikur sömuleiðis í stöðu bakvarðar ásamt því að …