Arianna Veland semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur styrkt leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna. Arianna Veland er gengin til liðs við félagið og mun hún leika með Grindavík í sumar.

Arianna er 24 ára gömul og leikur stöðu miðjumanns. Hún hefur leikið sem atvinnumaður í bæði Svíþjóð og í Þýskalandi. Hún lék einnig í nokkur ár í bandaríska háskólaboltanum með University of Illinois.

„Ég er mjög spennt fyrir því að ganga til liðs við Grindavík. Ég bind vonir við að vera mikilvægur leikmaður hjá Grindavík á komandi tímabili og hjálpa liðinu á ná markmiðum sínum. Ég er jafnframt mjög spennt að kynnast Íslendingum og íslenskri menningu,“ segir Arianna Veland.

Arianna er væntanleg til Íslands um miðjan febrúar og verður vonandi komin með leikheimild fyrir fyrsta leik Grindavíkur í Lengjubikarnum.

„Ég er afar glaður að Arianna hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur. Þarna er á ferðinni leikmaður sem á að styrkja okkar unga en efnilega lið mikið. Arianna er kraftmikill miðjumaður og öflugur skotmaður,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Arianna Veland velkomna til félagsins.

Áfram Grindavík!