Freyr framlengir við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Freyr Jónsson hefur gert nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2024. Freyr er 21 árs miðjumaður sem er uppalinn hjá KA á Akureyri. Hann gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið 2021 og hefur því leikið með félaginu undanfarin tvö tímabil.

Freyr hefur leikið 27 leiki í deild og bikarkeppni með Grindavík og skorað eitt mark. Freyr er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið margar stöður en er í grunninn miðjumaður.

„Freyr hefur fallið mjög vel inn í okkar leikmannahóp á undanförnum árum og það er ánægjulegt að hann verði áfram hjá félaginu. Freyr er góður karakter og hefur alla burði til að verða öflugur leikmaður fyrir Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Freyr Jónsson verði áfram hjá félaginu og hlökkum við til að sjá hann vaxa og dafna hjá félaginu á næstu árum.

Áfram Grindavík!