Eysteinn skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eysteinn Rúnarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026. Eysteinn er mjög efnilegur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Hann er fjölhæfur leikmaður og var hluti af Íslandsmeistaraliði Grindavíkur í 5. flokki A-liða árið 2020. Eysteinn kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en báðir eldri bræður hans eru nátengdir fótboltanum hér í Grindavík. Elsti bróðurinn, …

Christian Bjarmi skrifar undir samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Christian Bjarmi Alexandersson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026. Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður og hefur leikið með 2. og 3. flokki í ár. Hann er fæddur árið 2007 og er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir höndum. „Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður sem er farinn á banka …

Sölvi Snær skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sölvi Snær Ásgeirsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gerir samning út tímabilið 2026. Sölvi Snær er fæddur árið 2008 og hefur verið valinn í U15 ára landslið Íslands. Hann hefur jafnframt æft og verið með leikmannahópi hjá meistaraflokki Grindavíkur í síðustu leikjum. Sölvi er varnarmaður að upplagi en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Hann …

Helgi Sigurðssson lætur af störfum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Helgi Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Helga fyrir hans framlag og starf hjá félaginu. Óskum við Helga góðs gengis í framtíðinni. Í kjölfar brotthvarfs Helga Sigurðssonar sem þjálfara Grindavíkur hafa þeir Milan Stefán Jankovic og Benóný Þórhallsson stígið til hliðar sem aðstoðarþjálfarar úr þjálfarateymi Grindavíkur. …

Sigurjón í 100 leiki fyrir Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson náði þeim áfanga fyrr í sumar að leika sinn 100. leik fyrir Grindavík í meistaraflokki í deild- og bikarkeppni. Sigurjón verður 23 ára gamall síðar í ár og er hann yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná þessum áfanga hjá karlaliði Grindavíkur. Sigurjón lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í meistaraflokki haustið 2017 þegar hann lék gegn …

Sandra Sigurðardóttir á neyðarláni til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið Söndru Sigurðardóttur á láni frá Val og mun hún leika með félaginu gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna á morgun. Báðir markverðir Grindavíkur eru frá vegna meiðsla og nýtti Grindavík sér heimild í reglugerð hjá KSÍ á að fá markvörð á neyðarláni af þeim sökum. Sandra ætlar tímabundið að taka hanskanna af hillunni til að aðstoða Grindavík. Heiðdís …

Nettó áfram öflugur styrktaraðili Knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Nýverið var samstarfssamningur milli Knattspyrnudeildar Grindavíkur og Nettó endurnýjaður. Merki Nettó verður á nýjum búningum yngri flokka og meistaraflokka félagsins ásamt því að merki Nettó verður sýnilegt á heimavelli Grindavíkur. „Það er virkilega ánægjulegt að finna fyrir þessum öfluga stuðningi sem við njótum frá Nettó. Þetta er öflugt fyrirtæki sem er umhugað um að styrkja íþróttastarfsemi á sínu nærsvæði. Samstarfið …

Landsliðskona Jamaíka til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík fékk öflugan liðsstyrk núna um helgina þegar Dominique Bond-Flasza gekk til liðs við félagið. Dominiqe er varnarmaður og kemur til liðs við félagið frá finnska félaginu Aland. Hún lék með liði Tindastóls í Bestu deildinni tímabilið 2021. Dominique er landsliðskona hjá Jamaíka sem er einnig með pólskt vegabréf. Hún er nú þegar komin með leikheimild og verður í byrjunarliði …

Jasmine Colbert gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Grindavík hefur samið við framherjann Jasmine Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. En fyrir í liðinu er tvíburasystir hennar Jada. Jasmine kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021. „Ég er mjög sáttur með að hafa getað fengið Jasmine til okkar. Hún mun klárlega …

Edi Horvat til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við framherjann Edi Horvat um að leika með félaginu í Lengjudeild karla í sumar. Edi kemur frá Króatíu og er 25 ára gamall. Hann hefur leikið með NK Krka í Slóveníu síðustu mánuði en var þar áður á mála hjá Legion FC í USLC deildinni í Bandaríkjunum. Edi var á reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Hann …