Eysteinn skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Eysteinn Rúnarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026.

Eysteinn er mjög efnilegur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Hann er fjölhæfur leikmaður og var hluti af Íslandsmeistaraliði Grindavíkur í 5. flokki A-liða árið 2020.

Eysteinn kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu en báðir eldri bræður hans eru nátengdir fótboltanum hér í Grindavík. Elsti bróðurinn, Anton Ingi, er þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka. Sigurjón leikur með meistaraflokki og hefur verið þar í stóru hlutverki undanfarin ár.

„Eysteinn er mjög efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér hjá Grindavík. Eysteinn er mikill Grindvíkingur og sterkur karakter. Okkur hlakka til að sjá hann vaxa og dafna hjá félaginu okkar á næstu árum,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!