Ragnheiður Tinna skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ragnheiður Tinna Hjaltalín hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2026. Ragnheiður Tinna er 15 ára gömul og fædd árið 2008. Hún leikur stöðu vængmanns eða framherja og býr yfir miklum hraða.

Þrátt fyrir ungan aldur er Ragnheiður Tinna hluti af meistaraflokki Grindavíkur og hefur leikið 9 leiki í deild og bikar á þessari leiktíð. Hún hefur skorað tvö mörk í þessum tveimur leikjum. Hún leikur einnig með 3. flokki Grindavíkur og hefur þar skorað 15 mörk í aðeins 7 leikjum á Íslandsmótinu í sumar.

„Það er með mikilli ánægju sem við gerum samning við Ragnheiði Tinnu til næstu ára. Hún er mjög efnilegur leikmaður sem hefur nú þegar stimplað sig inn í meistaraflokk félagsins. Tinna á mjög bjarta framtíð fyrir höndum í fótboltanum og það er gleðiefni að hún sé að gera samning við sitt uppeldisfélag,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!