Andri Karl gerir samning við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Andri Karl Júlíusson Hammer hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Samningurinn gildir út tímabilið 2026. Andri Karl er fæddur árið 2008 og er á fimmtánda aldursári.

Andri leikur stöðu framherja. Hann er kraftmikill og býr yfir mikilli tækni.

„Það er mjög ánægjulegt að gera langtímasamning við Andra Karl. Hann kemur úr mjög sterkum 2008 árgangi hér í Grindavík sem varð Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki. Andri Karl hefur mikinn metnað fyrir því að ná langt og það verður mjög spennandi að sjá hann halda áfram að vaxa og dafna með Grindavík,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!