Christian Bjarmi skrifar undir samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Christian Bjarmi Alexandersson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir samningur út keppnistímabilið 2026.

Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður og hefur leikið með 2. og 3. flokki í ár. Hann er fæddur árið 2007 og er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir höndum.

„Christian Bjarmi er mjög efnilegur leikmaður sem er farinn á banka á dyrnar í æfingahópi hjá meistaraflokki. Hann hefur staðið sig mjög vel í ár og hefur bætt sig mikið. Okkur hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna með Grindavík á næstu árum,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!

💛💙