Sölvi Snær skrifar undir samning við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sölvi Snær Ásgeirsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gerir samning út tímabilið 2026. Sölvi Snær er fæddur árið 2008 og hefur verið valinn í U15 ára landslið Íslands. Hann hefur jafnframt æft og verið með leikmannahópi hjá meistaraflokki Grindavíkur í síðustu leikjum.

Sölvi er varnarmaður að upplagi en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Hann var hluti af liði Grindavíkur í 5. flokki sem varð Íslandsmeistari A-liða árið 2020.

„Það er með mikilli ánægju sem við gerum samning við Sölva Snæ Ásgeirsson til næstu ára. Sölvi er afar efnilegur leikmaður sem er þrátt fyrir ungan aldur farinn að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Grindavíkur. Sölvi á mjög bjarta framtíð fyrir höndum í fótboltanum og ég er mjög ánægður að hann sé nú að taka næsta skref á sínum ferli með sínu uppeldisfélagi,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að gera samning við unga og efnilega leikmenn úr yngri flokka starfi félagsins.

Áfram Grindavík!