Grindavík og Fylkir mættust á föstudaginn í lokaleik Grindavíkur í Lengjubikarnum Leikurinn fór fram á Fylkisvelli og sigruðu heimamenn leikinn 2-1 Mark Grindavíkur skoraði Yacine Si Salem en dugði það ekki. Michal Pospisil fékk rautt í leiknum og byrjar því Íslandsmótið utan vallar. Grindavík er því eftir leikinn í 3. sæti og kemst ekki í úrslitakeppni Lengjubikarsins
Nýr leikmaður:Bogi Rafn
Grindvíkingurinn Bogi Rafn Einarsson er kominn heim í heiðardalinn en hann hefur skipt aftur yfir í Grindavík eftir að hafa leikið með Njarðvík á síðustu leiktíð. Bogi er öflugur varnarmaður en hann hefur verið í Bandaríkunum undanfarin tvö ár í námi ener nú kominn heim. Bogi verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Fylki í Lengjubikarnum í Árbænum kl. 19:00 í …
Komnir í 2.sæti
Grindavík komst í annað sæti í sinum riðli Lengjubikarins eftir 1-0 sigur á Haukum í gær. Leikurinn fór fram í rigningu og roki á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Lið Grindavíkur: Óskar – Matthías, Jamie, Ólafur Örn, Alexander – Jóhann, McShane, Salem – Magnús, Michel, Scotty. Inn á komu Guðmundur Bjarna, Óli Baldur, Guðmundur Egill og Hákon. Mark Grindavíkur skoraði …
Staðan í hópleiknum
GG Fiskibollurnar halda velli en keppnin um næstu sæti er orðin hörð. Staðan eftir leiki helgarinnar er eftirfarand: Tipparar Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4 Vika 5 Vika 6 Vika 7 Alls mínus lélegasta vika 1 GG Fiskibollurnar 9 13 10 10 9 11 12 74 65 2 Filippus Bragi Brovhny 7 11 9 9 9 10 …
Mót hjá 7.flokki í Fífunni sunnudaginn 27.mars
Við ætlum að taka þátt í móti í Kópavogi þar sem við spilum 7 á móti 7 á 4 völlum í einu í Fífunni í Kópavoginum. Við byrjum að spila kl 9:30 og spilum til kl 12.00 (ca) a og b lið. Það kostar 800 kr á dreng á mótið og innifalið er verðlaunapeningur og svali fyrir hvern dreng. Garðar …
Marko lánaður til Oskarshamns AIK
Marko Valdimar Stefánsson, varnarmaður Grindvíkinga, hefur gengið til liðs við sænska félagið Oskarshamns AIK á láni fram á haust. Oskarshamns AIK leikur í þriðju deildinni í Svíþjóð, sem er fimmta efsta deild, og stefnir á að komast upp í ár. Marko, sem er tvítugur, hefur leikið nítján deildar og bikarleiki með meistaraflokki Grindavíkur síðan hann steig sín fyrstu skref …
Nýr samningur við Söru
Hin efnilega Sara Hrund Helgadóttir leikmaður Grindavíkur hefur skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið. Þetta eru góð tíðindi fyrir Grindavíkurliðið enda kvarnast nokkuð úr leikmannahópnum fá síðustu leiktíð. Leitað er að frekari liðsstyrk.
Hálfleikstölur í tippleik
Tippleikur getraunastarfs knattspyrnudeildar er núna hálfnaður og eru fiskibollurnar enn með forystu. Staðan: Tipparar Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4 Vika 5 Vika 6 Alls mínus lélegasta vika 1 GG Fiskibollurnar 9 13 10 10 9 11 62 53 2 Filippus Bragi Brovhny 7 11 9 9 9 10 55 48 3 GK66 9 10 9 10 …
Sigur í Lengjubikarnum
Grindavík lagði BÍ/Bolungarvík í Lengjubikarnum í gær 2-0. BÍ/Bolungarvík, sem Alferð Elías Jóhannsson kom upp í 1.deild á síðasta tímabili, hefur verið að bæta við sig leikmönnum og voru fyrir leikinn í þriðja sæti A deildar, 3 riðils Lengjubikarsins. Hjá Grindavík byrjaði Paul McShane sem er allur að koma til eftir meiðsli. Yacine Si Salem sem nýkominn er aftur til …
Gunnar í U-17
Gunnar Þorsteinsson hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á milliriðli EM í Ungverjalandi á næstu dögum. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er tekur þátt í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru: Rúmenía, Ungverjaland og Rússland. Fyrsti leikurinn er gegn Rúmenum 24. mars, við heimamenn verður leikið …