Nýr leikmaður:Bogi Rafn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Bogi Rafn Einarsson er kominn heim í heiðardalinn en hann hefur skipt aftur yfir í Grindavík eftir að hafa leikið með Njarðvík á síðustu leiktíð.

Bogi er öflugur varnarmaður en hann hefur verið í Bandaríkunum undanfarin tvö ár í námi ener nú kominn heim.

Bogi verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Fylki í Lengjubikarnum í Árbænum kl. 19:00 í kvöld.

Þá hefur Grindavík fengið markmann frá Englandi, Jack Giddens að nafni en hann er 19 ára. Jack var síðast á mála hjá Leyton Orient og er því einnig gjaldgengur í 2. flokki. Hann kemur í stað Rúnars Dórs Daníelssnar sem fór í Víði. Markvörður 2. flokks, Benóný Þórhallsson, er meiddur og verður ekkert með í sumar og því var brugðið á þetta ráð.

 

Mynd mbl.is/Eggert