Gunnar í U-17

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Gunnar Þorsteinsson hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á milliriðli EM í Ungverjalandi á næstu dögum.

 

 

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er tekur þátt í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru: Rúmenía, Ungverjaland og Rússland. 

Fyrsti leikurinn er gegn Rúmenum 24. mars, við heimamenn verður leikið 26. mars og lokaleikurinn í riðlinum er gegn Rússum, þriðjudaginn 29. mars.

Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Serbíu.

Gunnar Þorsteinsson spilaði 4 leiki með U-17 á síðasta ári þar sem hann bar fyrirliðabandið.