Komnir í 2.sæti

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík komst í annað sæti í sinum riðli Lengjubikarins eftir 1-0 sigur á Haukum í gær.

Leikurinn fór fram í rigningu og roki á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær.

Lið Grindavíkur: Óskar – Matthías, Jamie, Ólafur Örn, Alexander – Jóhann, McShane, Salem – Magnús, Michel, Scotty. Inn á komu Guðmundur Bjarna, Óli Baldur, Guðmundur Egill og Hákon.

Mark Grindavíkur skoraði Óli Baldur á 65. mínútu og var það eina mark leiksins.

Grindavík er því komið í annað sæti með 12 stig.  Síðasti leikurinn í riðlinum er annað kvöld klukkan 19:00 gegn Fylki í Árbænum