Marko lánaður til Oskarshamns AIK

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Marko Valdimar Stefánsson, varnarmaður Grindvíkinga, hefur gengið til liðs við sænska félagið Oskarshamns AIK á láni fram á haust. 

 

Oskarshamns AIK leikur í þriðju deildinni í Svíþjóð, sem er fimmta efsta deild, og stefnir á að komast upp í ár. 

Marko, sem er tvítugur, hefur leikið nítján deildar og bikarleiki með meistaraflokki Grindavíkur síðan hann steig sín fyrstu skref með liðinu árið 2008. 

Marko var einnig á láni hjá Njarðvík í fyrstu deildinni hluta tímabils 2008 sem og í fyrra.

mynd vf.is