Stelpurnar komnar áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætti í gær Fjölni í 16 liða úrslitum Valitor bikar kvenna.

Leikið var í Grafarvogi og kom Shaneka Gordon Grindavík yfir á þriðju mínútu leiksins og var líkleg til að bæta við mörkum en það var Saga Kjærbach Finnbogadóttir sem skoraði annað mark Grindavíkur á 25. mínútu.

Þriðja mark leiksins kom 25. mínútu og var þar af verki Shankea og svo aftur mínútu fyrir hálfleik. Bæði mörkin komu eftir stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis.  Fimmta og síðasta mark leiksins skoraði Dernelle Mascall á 78. mínútu.

Grindavík er því komið í 8 liða úrslit bikarsins ásamt FH, KR, Val, Stjörnunni, Aftureldingu, Fylkir ogÍBV.  Dregið verður á næstu dögum en leikir í 8 liða úrslitum verða spilaðir 1.júlí.