Tap gegn Þrótti

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík og Þróttur áttust við á Valbjarnarvelli í gær í botnslagi Pepsi deild kvenna.

Grindavík átti enn eftir að innbyrða stig í sumar fyrir leikinn en Þróttur var búið að ná sér í tvö stig.  

Á fyrstu mínútunum voru heimastúlkur betri en Grindavík færði sig upp á skaftið og komst yfir á 33.mínútu með marki frá Shaneku.  Þróttarar jöfnuðu stuttu seinna og var þar á verki Soffía Ummarin og var jafnt þegar stelpurnar gengu upp í Þróttaraheimilið í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri endaði, Grindavík betri aðilinn og komust stelpurnar í 2-1 á 55. mínútu með marki frá Önnu Þórunni Guðmundsdóttur úr vítaspyrnua.  

En eftir það fengu Þróttarar lukkudísirnar á sitt band því þær jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu, komust svo yfir með víti og settu svo fjórða markið beint úr aukaspyrnu.

Leikurinn endaði því 4-2 fyrir Þrótturum í leik þar sem Grindavík átti skilið allavega eitt stig.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn KR hér heima 23 júní næstkomandi.

Mynd hér að ofan:
Fótbolti.net – Tomasz Kolodziejski