100 ára saga Íslandsmótsins

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnuunnendum verður í júní boðið upp á 10% afslátt af bókinni: 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi. 

Hér er um að ræða glæsilega bók upp á 384 blaðsíður, sem segir sögu knattspyrnunnar á Íslandi í máli og myndum.  Í bókinni er sagt frá upphafi knattspyrnunnar á Íslandi frá 1870 fram til að fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og er sagt frá þróun knattspyrnunnar á Íslandi til 1965. Seinna bindið (1966-2011) kemur út 11. nóvember 2011.

Afsláttarverð bókarinnar, fyrra bindi, er kr. 7.900.

Þeir sem kaupa bókina fara um leið í verðlaunapott, sem dregið verður úr þriðjudaginn 2. ágúst 2011.

42 vinningar eru í boði:
1. VINNINGUR: Flug með Icelandair og miðar fyrir tvo á EM-leik Noregs og Íslands í Ósló föstudaginn 2. september.

2. VINNINGUR: Flug með Icelandair og miðar fyrir tvo á EM-leik Noregs og Íslands í Ósló föstudaginn 2. september.

3.-12. VINNINGUR: Hver vinningur er seinna bindið af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu.

13.-42. VINNINGUR:  Hver vinningur er miðar fyrir TVO á EM-leik Íslands og Kýpur á Laugardalsvellinum 6. September.

Knattspyrnuunnendur geta sent póst á 100.knattspyrna@gmail.com eða farið inn á Fésbókina: 100 ára saga Íslandsmótsins – og fengið þar nánari upplýsingar, hvernig hægt er að nálgast bókina.

 

FIMM STJÖRNU DÓMUR Í MOGGANUM!
Bókin 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu fær 5 STJÖRNU dóm hjá Árna Matthíassyni, umsjónarmanni Menninga í Morgunblaðinu, í dómi laugardaginn 4. júní, þar sem hann segir bókina Þrekvirki og afrek í heimildarvinnu. “Hún er ótrúlega yfirgripsmikil, frágangur frábær og lesning stórskemmtileg.”

 Árni segir að það sé frá miklu að segja og nóg að grúska. “Reyndar er þetta ekki bók sem maður les frá fyrstu síðu til þeirra síðustu, heldur grípur maður niður í henni, les sprett og sprett. Á endanum er maður svo búinn að lesa hana alla og flest oftar en einu sinni, enda er hún bæði dramatísk og spennandi,” segir Árni og hann segir að fjölmargt í bókinni hafi komið honum á óvart þó að hann hafi haldið að hann vissi sitthvað um fótboltasöguna.

 Í lokaorðum ritdómsins segir Árni m.a.: “Þessi bók er afrek í heimildavinnu, hún er ótrúlega yfirgripsmikil, frágangur frábær og lesning stórskemmtileg. Framsetning á efninu er lifandi og umbrot vel heppnað…

 …Ég get reyndar varla beðið eftir næsta bindi, enda verður þá fjallað um tíma sem ég þekki betur, eða ætti að þekkja betur í það minnsta, þó annað komi eflaust á daginn.”