Útskrifuðust með hæstu þjálfaragráðu

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari karlaliðs Grindavíkur, Jón Þór Brandsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka Grindavíkur voru á meðal 35 þjálfara sem voru útskrifaðir með KSÍ A þjálfaragráðu á dögunum.

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.

KSÍ A gráðan samsvarar UEFA A þjálfararéttindum, er hæstu þjálfararéttindi sem KSÍ býður upp á og er tekin gild í öllum löndum Evrópu. Þjálfarar með KSÍ A gráðu hafa leyfi til að þjálfa alla aldursflokka og í öllum deildum á Íslandi.

Fleiri tengdir grindvískri knattspyrnu voru einnig útskrifaðir af þessu tilefni: Óli Stefán Flóventsson fyrrverandi leikmaður Grindavíkur og núverandi þjálfari og leikmaður Sindra og Eysteinn Húni Hauksson fyrrverandi leikmaður Grindavíkur og núverandi þjálfari Hattar.