Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U16 ára landsliði karla í knattspyrnu en þar eru drengir fæddir 1997. Freyr Sverrisson þjálfari hefur verið tvo Grindvíkinga í 36 manna æfingahóp en þau er Aron Snær Friðriksson markvörður og Marinó Axel Helgason. Sjá nánar hér.
Skreyttur skrauti Bakkusar
„Ég heiti Óli Stefán og er alkahólisti. Þessa setningu varð ég að segja upphátt í fullum sal af ókunnugu fólki þegar ég ákvað loks að taka á vandamálinu, þá 34 ára gamall. Ég hafði í raun vitað lengi að áfengisdrykkja var vandamál hjá mér en ekki haft kjark í að gera neitt í því fyrr en þarna.” Þetta skrifar Grindvíkingurinn …
Grindavík tók Selfoss í kennslustund
Grindavík fór létt með Selfoss 4-0 þegar liðin mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins í gær. Sigurinn dugði liðinu ekki til þess að komast í úrslitaleik mótsins því Stjarnan vann ÍBV og skaust upp fyrir Grindavík og vann riðilinn. Hinn sjóðheiti Pape Mamadou Faye gerði meðal annars tvö mörk. Hann kom Grindvíkingum einmitt yfir með marki eftir hornspyrnu þegar um það …
Pape handleggsbrotnaði í gær: Heppinn að þetta er í janúar
Pape Mamadou Faye leikamaður Grindavíkur varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í 4-0 sigri liðsins gegn Selfossi í gær. Hann þarf að vera í gifsi í allt að mánuð vegna meiðslanna, en hann kláraði leikinn þrátt fyrir brotið. „Þetta gerðist í leiknum í gær. Ég lenti í samstuði við varnarmenn Selfyssinga eftir einhverja fyrirgjöf og lenti illa á hendinni. Þá …
Stórsigur gegn Fjölni – Páll Axel aftur með
Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í gærkvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur. Páll Axel Vilbergsson lék sinn fyrsta leik síðan að hann meiddist í úrslitum Lengjubikarsins …
Nær Grindavík 8 stiga forskoti?
Grindavík getur náð 8 stiga forskoti í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja Fjölni að velli og Stjarnan, Keflavík og Þór tapa sínum leikjum. Grindavík og Fjölnir mætast í Grindavík kl. 19:15. Fjölnir er í 10. sæti deildarinnar. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Röstina í kvöld og styðja við bakið á okkar mönnum!
Þrenn verðlaun á bikarmóti í taekwondo
Um síðustu helgi var haldið bikarmót sem er hluti af bikarmótaröð Taekwondosambands Íslands. Margir keppendur voru á mótinu frá flestum félögum á landinu og kræktu þrír drengir frá taekwondodeild UMFG sér í verðlaun, tvenn gull og eitt brons: Andri Snær Gunnarsson gull í bardaga. Árni Jóhann Sigmarsson gull í bardaga. Sæþór Róbertsson brons í bardaga. Á myndinni eru Árni Jóhann og Andri …
Ameobi og Jobe í gult
Grindvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta eru sóknarmaðurinn Tomi Ameobi og varnarmaðurinn Matarr Jobe. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, þekkir vel til Tomi Ameobi sem lék fyrir hann með BÍ /Bolungarvík á síðasta tímabili. Ameobi var þá mjög öflugur og skoraði 11 mörk …
Grindavík skoðar tvo Dani
Tveir danskir miðjumenn, fæddir 1987 og 1988, koma til Grindavíkur í dag og verða til skoðunar hjá knattspyrnuliði félagsins næstu daga. „Guðjón fór út til Danmerkur í síðustu viku og kíkti á nokkur lið og út úr því kom að við fáum til okkar tvo danska leikmenn á morgun. Ef okkur líst vel á þá munum við semja við þá …
Grindavík mætir Stjörnunni
Grindavík mætir Stjörnunni í æfingamóti fótbolta.net í kvöld í Kórnum í Kópavogi kl. 20:00. Grindavík vann ÍBV í fyrsta leik mótsins 2-1.