Stórsigur gegn Fjölni – Páll Axel aftur með

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í gærkvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.

Páll Axel Vilbergsson lék sinn fyrsta leik síðan að hann meiddist í úrslitum Lengjubikarsins í nóvemberlok. Páll Axel skoraði 17 stig á aðeins 8 mínútum í leiknum.

J´Nathan Bullock var me 26 stig og 17 fráköst hjá Grindavík. Páll Axel var annars stigahæstur og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði síðan 14 stig. Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði mest fyrir Fjölni eða 19 stig og Arnþór Freyr Guðmundsson var með 16 stig.

Grindvíkingar tóku frumkvæðið í upphafi leiks og náðu síðan sjö stiga forskoti, 15-8, með því að að skora sjö stig í röð. Grindavík var 27-19 yfir þegar 80 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhlutanum en Fjölnir náði að minnka muninn í 29-25 fyrir lok hans.

Grindavík vann fyrstu fimm mínútur annars leikhlutans 15-4 og náði fyrir vikið fimmtán stiga forskoti. Fjölnismenn náðu að minnka muninn niður í níu stig, 50-41, fyrir hálfleik.

Grindvíkingar stungu endanlega af í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 31-16 og voru því 24 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 81-57. Fjórði leikhlutinn var því í raun formsatriði fyrir Grindavíkurliðið.

Grindavík-Fjölnir 107-73 (29-25, 21-16, 31-16, 26-16, 0-0)

Grindavík: J’Nathan Bullock 26/17 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 17/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Giordan Watson 11/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/10 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Ryan Pettinella 9/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ólafur Ólafsson 1.
Frétt: Vísir.is