Ameobi og Jobe í gult

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta eru sóknarmaðurinn Tomi Ameobi og varnarmaðurinn Matarr Jobe.

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, þekkir vel til Tomi Ameobi sem lék fyrir hann með BÍ /Bolungarvík á síðasta tímabili. Ameobi var þá mjög öflugur og skoraði 11 mörk í 22 deildarleikjum. Ameobi skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík.

Matarr Jobe er tvítugur landsliðsmaður frá Gambíu sem spilar sem miðvörður. Hann kom til Val fyrir 18 mánuðum en fékk ekki að spreyta sig á Hlíðarenda. Jobe, sem er kallaður Nesta, var fyrirliði U-17 ára liðs Gambíu sem urðu Afríkumeistarar 2009. Matarr Jobe skrifaði undir þriggja ára samning.