Skreyttur skrauti Bakkusar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Ég heiti Óli Stefán og er alkahólisti. Þessa setningu varð ég að segja upphátt í fullum sal af ókunnugu fólki þegar ég ákvað loks að taka á vandamálinu, þá 34 ára gamall. Ég hafði í raun vitað lengi að áfengisdrykkja var vandamál hjá mér en ekki haft kjark í að gera neitt í því fyrr en þarna.” Þetta skrifar Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson í áhugaverðri grein á netmiðlinum fotbolti.net.

„Þegar ég hugsa um feril minn sem knattspyrnumanns í fremstu röð á Íslandi þá sé ég að hann er í raun skreyttur skrauti Bakkusar. Strax þegar að ég kom inn í meistaraflokk Grindavíkur sumarið 1993 fann ég að það var fátt skemmtilegra en þær skemmtanir sem voru í kringum boltann. Ég lét mig aldrei vanta enda voru þessar skemmtanir innan veggja íþróttarinnar því hlaut það að vera í lagi,” skrifar Óli Stefán m.a.

Greinina í heild sinni má lesa hér.