Grindavík tók Selfoss í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík fór létt með Selfoss 4-0 þegar liðin mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins í gær. Sigurinn dugði liðinu ekki til þess að komast í úrslitaleik mótsins því Stjarnan vann ÍBV og skaust upp fyrir Grindavík og vann riðilinn.

Hinn sjóðheiti Pape Mamadou Faye gerði meðal annars tvö mörk. Hann kom Grindvíkingum einmitt yfir með marki eftir hornspyrnu þegar um það bil stundarfjórðungur var liðinn og síðan bætti Tomi Ameobi við marki í sínum fyrsta leik eftir hálftíma.

Staðan var 2-0 í leikhléi, en í seinni hálfleik bættu Grindvíkingar við sínu þriðja marki en þar var á ferð Daninn Lasse Kvist, sem er á reynslu hjá félaginu ásamt öðrum samlanda sínum.

Pape nelgdi svo síðasta naglann í líkkistu Selfoss með fjórða marki leiksins, sem reyndist vera það síðasta.