Þrenn verðlaun á bikarmóti í taekwondo

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Um síðustu helgi var haldið bikarmót sem er hluti af bikarmótaröð Taekwondosambands Íslands. Margir keppendur voru á mótinu frá flestum félögum á landinu og kræktu þrír drengir frá taekwondodeild UMFG sér í verðlaun, tvenn gull og eitt brons:

Andri Snær Gunnarsson gull í bardaga.

Árni Jóhann Sigmarsson gull í bardaga.

Sæþór Róbertsson brons í bardaga.

Á myndinni eru Árni Jóhann og Andri Snær með verðlaunapeningana.