Paul McShane gerir starfslokasamning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Skoski miðjumaðurinn Ian Paul McShane hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Grindavíkur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag. McShane hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Grindavík á leiktíðinni. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðustu tvö tímabil en auk þess spilaði hann með liðinu frá 1998-2007. „Ég náði samkomulagi í gær og mun skrifa undir starfslokasamning …

Kristinn efstur á meistaramóti GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kristinn Sörensen er efstur í meistaraflokki karla þegar Meistaramót GG er hálfnað en búið er að spila tvo hringi af fjórum. Í meistaraflokki kvenna er Gerða Kristín Hammer með 4ra högga forskot á Hildi Guðmundsdóttur. Kristinn hefur 7 högga forskot á Jón Júlíus Karlsson og 8 högg á Davíð Arthúr Friðriksson. Kristinn lék fyrri hringinn á pari en þann seinni …

Grindavíkurstelpur fjölmenna á Símamót Breiðabliks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Núna stendur yfir Símamótið þar sem stelpur úr Grindavík eru fjölmennar. Eru þarna á ferðinni stelpur úr 7., 6. og 5.flokki og á setningu mótsins í gær mátti sjá samanburðinn milli liða og gaman að segja frá því að fjöldi þáttakanda frá okkar 2.800 manna bæjarfélagi var á við stærstu klúbba á landinu. Sannarlega öflugt yngri flokka starf hjá okkur og …

Grindavík mætir toppliði Fram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka á móti Fram í B-deildinni á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir Grindavík því Fram er langefst í riðlinum, hefur unnið alla átta leiki sína og er með markatöluna 34-6! Grindavík er hins vegar í 6. sæti með 7 stig eftir 7 leiki en liðið hefur bætt sig mikið að undanförnu eftir …

Meistaramót GG hefst í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur hefst í dag og stendur til laugardags en í meistaraflokki karla er spilað fram á laugardag. Alls eru 55 kylfingar skráðir til leiks sem er örlítil fækkun frá því í fyrra. Í fyrsta skipti í sögu GG verður spilað á 18 holu velli en nýju brautirnar fimm sem teknar voru í notkun í síðustu viku verða einnig notaðar. …

Alexander og Scotty í banni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í fótboltanum verður án þeirra Alexanders Magnússonar og Scott Ramsay gegn Fylki á mánudagskvöld.  Tvímenningarnir voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.

GRINDAVÍK Í UNDANÚRSLIT!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti síðan 1994 með öruggum sigri á B-deildarliði Víkings í Víkinni 3-0. Grindvíkingar léku þétta vörn og nýttu færi sín vel og verskulduðu sigurinn. Grindavík verður því í pottinum ásamt KR, Þrótti og svo annað hvort Fram eða Stjörunni sem mætast í kvöld. Grindavík náði forystu á 33. mínútu.  Þá …

Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt,” sagði Pape Mamadou Faye leikmaður Grindavíkur eftir sigurinn á Víkingi í gærkvöldi í bikarnum, við fótbolta.net. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann …

Grindavík sækir Víking heim í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Víking heim í Víkinni í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í dag, sunnudag, kl. 19:15. Víkingur er í 8. sæti 1. deildar en Grindavík í neðsta sæti úrvalsdeildar en bæði lið unnu síðustu deildarleiki sína. Víkingur sló út Fylki í 16 liða úrslitum.

Baráttusigur gegn Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla með 2-0 sigri á Valsmönnum. Það var fyrst og fremst baráttugleði heimamanna sem skóp sigurinn og svo stórleikur Óskars Péturssonar í markinu. Þetta var fyrsti deildarleikurinn í sumar sem Grindavík fær ekki á sig mark. Grindavík byrjaði leikinn mun betur og uppskar mark strax á 11. mínútu þegar Pape Mamadou …