Grindavíkurstelpur fjölmenna á Símamót Breiðabliks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Núna stendur yfir Símamótið þar sem stelpur úr Grindavík eru fjölmennar. Eru þarna á ferðinni stelpur úr 7., 6. og 5.flokki og á setningu mótsins í gær mátti sjá samanburðinn milli liða og gaman að segja frá því að fjöldi þáttakanda frá okkar 2.800 manna bæjarfélagi var á við stærstu klúbba á landinu. Sannarlega öflugt yngri flokka starf hjá okkur og vert að hrósa Pálmari, Hólmfríði og aðstoðarþjálfurum þeirra fyrir.

Hægt er að fylgjast með úrslitum leikja hjá stelpunum á vefnum simamotid.is og fleiri myndir munu birtast hér á síðunni um helgina.