Grindavík mætir toppliði Fram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka á móti Fram í B-deildinni á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Þetta verður án efa erfiður leikur fyrir Grindavík því Fram er langefst í riðlinum, hefur unnið alla átta leiki sína og er með markatöluna 34-6!

Grindavík er hins vegar í 6. sæti með 7 stig eftir 7 leiki en liðið hefur bætt sig mikið að undanförnu eftir erfiða byrjun. Grindvíkingar eru hvattir til þess að styðja við bakið á stelpunum í kvöld.