Kristinn efstur á meistaramóti GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kristinn Sörensen er efstur í meistaraflokki karla þegar Meistaramót GG er hálfnað en búið er að spila tvo hringi af fjórum. Í meistaraflokki kvenna er Gerða Kristín Hammer með 4ra högga forskot á Hildi Guðmundsdóttur.

Kristinn hefur 7 högga forskot á Jón Júlíus Karlsson og 8 högg á Davíð Arthúr Friðriksson. Kristinn lék fyrri hringinn á pari en þann seinni á 2 yfir pari.

Í 1. flokki hefur Guðmundur Valur Sigurðsson 2ja högga forskot á Svein Þór Steingrímsson. Í 3. flokki er Atli Kolbeinn Atlason efstur en í 3. flokki eru GUðlaugur Örn Jónsson og Þóroddur Halldórsson efstir og jafnir. Í öldungaflokki hefur Bjarni Andrésson mikla yfirburði.

 

Heildarstöðuna má sjá hér.